Snúum við einkavinavæðingu

Punktar

Engin ástæða er til að einkavinavæða ríkishlutafélög eða breyta ríkisstofnunum í ríkishlutafélög. Í nánast öllum tilvikum hefur það leitt til lakari þjónustu, til dæmis hjá Isavia og Strætó. Þjónusta hefur yfirleitt verið skert í báðum tilvikum. Nú eru uppi kröfur um einkavinavæðingu Isavia. Tilgangurinn er að auka tekjur forstjóragengis og framleiða arð undir pilsfaldinum. Þið munið væntanlega eftir ótal fréttum af yfirgangi forstjóra Isavia og Strætó á síðustu árum. Brýnt er, að innviðir samfélagsins séu í opinberum rekstri: Flugvellir og vegir, orkuöflun og orkudreifing, heilsa og velferð. Íslenzka ríkið, það erum við.