Óvinsæl ríkisstjórn stelur fé frá þjóðinni handa pilsfaldaliði sínu. Þá tekst blóðug bylting yfirleitt ekki og samningaviðræður takast yfirleitt ekki. En til eru 198 aðrar ágætar aðferðir til að bylta ríkisstjórn. Aðalskilyrðið er, að skoðanakannanir sýni óvinsældir hennar. Gene Sharp hefur rakið þessar aðferðir í bókinni „From Dictatorship to Democracy“, sem sagt er frá í samnefndri kvikmynd. Sumar þessar aðferðir voru notaðar til að koma frá ríkisstjórn Geirs G. Haarde. En flestar hafa samt ekki verið prófaðar. Allar friðsamlegar, fela í sér alls konar verkföll og mótmæli. Ég held, að þessi ríkisstjórn sé að kalla á byltingu.