Verðið: Þeim fjölgar samt

Punktar

Erlendir ferðamenn líta á verðlagið hér sem náttúrulögmál og koma samt. Mundu koma, þótt evran færi niður í hundraðkall. Þeir skrifa vel um Ísland á vefi fyrir ferðaneytendur, svo sem TripAdvisor. Bezt fjalla þeir um láglaunafólkið í ferðaþjónustu, á veitingahúsum, hótelum, í fararstjórn, bílstjóra. Kvarta lítið sem ekkert yfir háum prísum. Hækka þarf lág laun í ferðaþjónustu og refsa fyrir ráðningu starfsfólks á skítakjörum. Raunar þarf að hækka íslenzk lágmarkslaun almennt í 500 þúsund á mánuði. Ferðaþjónusta á að vera atvinnugrein með reisn, ekki félagsmálastofnun ferðagreifanna. Gengi krónunnar á að hækka, ekki lækka.