Bent hefur verið á, að ríkið geti fengið erlent lán með 1% vöxtum. Þannig má fjármagna smáíbúðavæðingu höfuðborgarsvæðisins. Ríki og borg geta byggt 2 þúsund litlar leiguíbúðir á ári til að þjónusta yngstu kynskóð leigjenda. Leigan getur verið lægri en helmingur af núverandi leigu. Íbúðabankinn getur samt haft gróða, hóflegan þó. Hann getur líka selt fólki íbúðirnar á skikkanlegu verði. Einhvern veginn verður að brjóta niður okrið á íbúðamarkaði og þessi leið er ein af þeim, sem koma til greina. Hún leysir fljótt húsnæðisvandann og býr til markaðsverð á íbúðum í stað núverandi okurs. Hví er ekki flutt þingmannafrumvarp um þetta?