Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra talar ekki í gátum þessa dagana: „Gengið verður ekki fellt“. Einnig: „Það er ekki á dagskrá að lækka veiðigjöldin.“ Og það sem mestu máli skiptir: „Við hljótum öll að sjá, að það gengur ekki lengur að vera með íslenska krónu.“ Erfitt verður fyrir flokk pilsfaldakapítalismans að kyngja þessum þremur málsgreinum. Pólitísk stefna bófaflokksins gengur beinlínis út á að geta hagrætt þessum þremur atriðum í þágu fjárhaldsmanna sinna. Og gegn hagsmunum almennings. Þorgerður Katrín virðist ekki eins tilkippileg og Benedikt Jóhannesson, Óttar Proppé og Björt Ólafsdóttir að steingleyma loforðum sínum.