Vilhjálmur Bjarnason sagði á alþingi í gær, að líklega hafi 20 milljarðar sogast úr Kaupþingi í hruninu. Lífeyrissjóðirnir hafi tapað 150 milljörðum króna. Efast um, að málið sé fyrnt, því það hafi verið samfelldur glæpur 2003-2017. Benti líka á, að Fjármálaeftirlitið hafi ekki haft áhuga á ábendingum hans um glæpinn. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra vill læra af reynslunni, en Bjarni Ben forsætis taldi ekki ástæðu til halda áfram. Athuga þarf hegðun lögmanna Ólafs, sem stunduðu skrípaleik í réttarsal og sögðu sig frá málinu um skeið. Öll hegðun þeirra benti til, að þeir væru að draga málið á langinn, svo það mundi fyrnast.