Með allt niðrum sig

Punktar

Allar aðgerðir síðustu ríkisstjórnar og þessarar snúast um að færa til kostnað, en ekki auka hann. Þannig fá sumir lyfjanotendur ódýrari lyfjaþjónustu á kostnað annarra lyfjanotenda. Þannig fá sumir gamlingjar og öryrkjar ódýrari þjónustu á kostnað annarra gamlingja og öryrkja. Því getur ríkið ekki tekið undir kröfuna um 11% heilbrigðiskostnað. Það er raunveruleg fjármögnun, en ekki millifærsla. Ríkisstjórnin hafnar henni með innihaldslausu slagorði um, að það sé þjónustan, sem skipti máli, ekki prósentan. Allt bendir til, að þessi ríkisstjórn muni í fyllingu tímans mæta kjósendum aftur með allt niðrum sig í heilbrigðismálum.