Kreddan öllu æðri

Punktar

Ríkisstjórnin byrjar á að neita ríkissjóði um tekjur af auðlindarentu, fullar tekjur af 24% vaski, tekjur af auðlegðarskatti og ýmsar smærri tekjur af ríku fólki. Að þessu búnu segir hún, að ekki sé til fé til að bæta ýmsa velferð, einkum í heilbrigðismálum. Samt hefur komið í ljós, að meirihluti fólks styður aukna velferð umfram það frelsi, að ríkir þurfi ekki að háa skatta. En stjórnin hefur tekið trú á lykilorð nýfrjálshyggjunnar að létta beri álögum af ríkum. Þess vegna sé ekki til fé til að bæta velferð í það horf, sem ríkir í Þýzkalandi og á Norðurlöndum. Hún er frosin inni í úreltri kreddu nýfrjálshyggjunnar.