Í Danmörku var drykkfelldur maður fenginn til að gera skýrslu. Hann rannsakaði ekki neitt og skáldaði upp tölum. Auðvitað sáu menn, að skýrslan var marklaus. En svo sá hinn íslenzki Ríkisendurskoðandi skýrsluna og varð fjarska hrifinn. Þýddi hana rangt af dönsku yfir á íslenzku og taldi öryrkja svindla á ríkinu um tæpa 4 milljarða á ári. Olli mikilli umræðu á Alþingi. Þar gekk Vigdís Hauks berserksgang í ofsóknum á öryrkja. Þeir væru mesta og dýrasta þjóðarplágan. Nú hefur sannleikurinn komið í ljós. Öryrkjar svindla ekki á ríkinu, heldur er það ríkið, sem svindlar á öryrkjum. Ríkisendurskoðandi var framlágur í Kastljósi.