Spennitreyja í prósentu

Punktar

Ekkert segir, að hallarekstur ríkisins megi ekki nema meira en 2,5% af vergri landsframleiðslu. Viðurkennd hagstjórn segir, að hallinn megi vera meiri til að ná krafti í brýnar framkvæmdir. Sú prósentutala er bara trúaratriði úr tilgátum sumra hagspekinga og styðst ekki við neinn veruleika. Ekkert segir heldur, að útgjöld hins opinbera megi aldrei nema meiru en 41,5% af vergri landsframleiðslu næstu fimm ár. Sú prósentutala er líka bara trúatriði sérviturra hagspekinga og styðst ekki við neinn veruleika. Bjarni Benediktsson hefur kynnt þessar tvær prósentutölur, sem stinga mjög í stúf við pilsfaldastefnu hans í atvinnumálum.