Bjarni svarar engu

Punktar

Kári Stefánsson vekur í Fréttablaðinu athygli á, að Bjarna Benediktssyni virðist sama um fjölbreyttar kjaftasögur um sig. Hann heldur sínu striki og svarar engu, þótt hann sé á kafi í spillingu. Líklega eru þetta samantekin ráð almannatengla Bjarna Ben. Væri farið að rannsaka Bjarna, mundi hann líklega enda á Kvíabryggju  eins og fleiri gróðafíklar. Kári kvartar yfir áhugaleysi Bjarna á meðferð mála á borð við Óla þjóf. Lítið er um fordæmingar Bjarna á slíkum hneykslismálum, enda mundi fólk efast um þær. Bjarni glottir og þegir. Stafar af, að almannatenglar segja honum, að 30% fólks séu meðvirk og ónæm fyrir fréttum af gróðafíkn hans.