Strákar eiga bágt

Punktar

Strákar eiga bágt. Sérréttindi þeirra eru rofin. Þeir eru ekki lengur mestir og beztir. Nánast allir kennarar í skólum eru konur, sem leggja áherzlu á kvenlæg gildi, samstarf í stað styrjalda. Strákar fíla sig ekki í skólum, verða tossar. Íþróttafélögin fyllast af duglegum stúlkum, sem taka þátt í námskeiðum. Í Fáki eru 28 stúlkur með hest í unglingahesthúsi og bara 1 strákur. Nútíminn er ekki gerður fyrir stráka. Með jafnstöðu kynjanna hafa opnast tækifæri fyrir stúlkur. Strákar verða meira eða minna óþarfir. Liggja uppi í sófa og spila tölvuleiki. Útivist er nánast óþekkt. Tími Sannra Vesturbæinga og Tígrisklóar löngu liðinn.