Trúðar tala í kross

Punktar

Engeyingarnir Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson tala í kross í erlendum fjölmiðlum. Bjarni segir við Bloomberg, að fasttenging krónunnar við evru eða pund sé ekki á döfinni. Benedikt segir við Financial Times, að til skoðunar sé að tengja íslensku krónuna við evru eða pund. Fullyrðingarnar stangast á, enda veit sennilega hvorugur um hvað hann er að tala. Svo segir Benedikt á alþingi, að áfram þurfi að rannsaka hrun bankanna, en Bjarni segir slíkt vera óþarft. Ekki vekur traust, að Engeyingar og ráðherrar tali í kross. Ekki fræðast menn neitt um helztu fjármál ríkis og þjóðar með því að hlusta á trúða tala í kross um gengið.