Ekkert bendir til sátta milli stétta. Fámenn yfirstétt er orðin svo gráðug, að hún gín stjórnlaust yfir öllum hagvexti. Lengst komið í Bandaríkjunum, þar sem ekki er lengur hægt að lifa af láglaunastörfum. Endar með ósköpum, það er að segja byltingu. Í öllum vestrænum ríkjum eru málhressir utangarðsmenn að skríða upp vinsældalistann. Yfirstéttin reynir að beina ótta fólks að múslimum, en þeir eru ekki hættan. Yfirstéttin sjálf fer undir fallöxina að lokum. Auðhyggjan hefur engan öryggisventil til að dempa sig. Í gamla daga voru Bismarck, Adenauer og Willy Brandt. Nú höfum við þó Angelu Merkel. Kannski sættir hún ágreininginn.