Eitt nýjasta dæmið um græðgi Engeyinga er kísilverksmiðjan Thorsil, að hluta til í eigu Einars Sveinssonar, föðurbróður formanns bófaflokksins. Bjarni Benedikts skipar fjóra menn fyrir hönd ríkisins í stjórn fyrirtækisins í Helguvík. Í stjórn sitja þau Gunnar Björnsson, Áslaug Friðriksdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Viðar Helgason fyrir hönd ráðherra. Thorsil fær ýmiss konar fyrirgreiðslu ríkisins. Nú síðast á að fá Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins til að fórna eignum sjóðfélaga í þetta gæludýr Engeyinga. Endanleg ákvörðun er ekki enn komin. Forsætisráðherra er í þessu máli eins og mörgum öðrum að gæta hagsmuna gráðugustu ættar Íslands.