Fornar lögbækur gilda

Punktar

Fornar lögbækur, Grágás, Járnsíða og Jónsbók, nýtast enn til að efna í dóma. Í dómi hæstaréttar vegna slyss í skipulögðum slagsmálum er vitnað í þær góðu bækur, sem enn hafa gildi. Um það veit ekki Ívar Pálsson lagatæknir. Skilaði áliti fyrir Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur ferðaráðherra um, að lög hamli ekki gjaldtöku af umferð um eignarlönd. Þetta mál var útrætt í fornum lögum og birt í Járnsíðu. Á þeim lögum hefur síðan verið byggt. Þar segir, að ferð um eignarlönd sé heimil og bannað sé setja á þær tálmanir. Þetta er fín lausn á aldagömlum vanda og hefur staðizt tímans tönn. En nú eru komnir til valda einkagróða-sjúklingar Mammons.