Hryðjuverkið á Drottninggatan í Stokkhólmi er höndlað af varfærni að sænskum sið. Nánast allir fjölmiðlar þögðu fyrst um uppruna morðingjans. Nema Aftonbladet og útvarpið, sem sögðu hann frá Úzbekistan. Þýðir væntanlega, að hann sé múslimi. Sænska þöggunarstefnan mun ekki lengi megna að halda leyndu nafni og trú. Er bara svoleiðis. Þöggun yfirvalda og samsæri þeirra með löggu og fjölmiðlum gerir bara illt verra til lengdar. Fólk hættir að trúa máttarstólpum samfélagsins, sem telja sig yfir upplýsingaskyldu hafna. Verður eins og í Þýzkalandi og víðar í Evrópu. Hatur á múslimum eykst. Vanda verður móttöku innflytjenda miklu betur en gert er.