Launabylting

Punktar

Tíunda ríkasta samfélag heims á ekki að eyða fé sínu til að hlaða upp gullhrúgum skattsvikara á Tortóla. Nota ber féð til gagns, einkum til að hækka lágmarkslaun og laun fyrir að vera til. Lágmarkslaun verða á næsta ári 300.000 krónur fyrir láglaunafólk og 280.000 krónur fyrir óvinnufæra. Er of lágt í gróðaþjóðfélagi. Láglaunafólk, öryrkjar, öldungar og sjúkir eiga að fá 500.000 krónur á mánuði. Og enginn bossi meira en 2.000.000 á mánuði, fjórfalt lágmark. Gerist með réttlátari dreifingu fjármagns, sem til er. Til þess þurfum við byltingu pírataflokksins. Allir aðrir þingflokkar starfa innan þess ramma, sem aldrei veitir neinn jöfnuð.