Við viljum líka frelsi

Punktar

Sósíalistar vilja jöfnuð og bræðralag. Franska byltingin vildi FRELSI, jöfnuð og bræðralag. Hún var einkum framin af miðstéttafólki, bylting gegn forréttindum aðals og klerka. Sameiginleg bylting vinstri og hægri fólks. Hér er svipuð staða. Forréttindafólk ræður ríkjum og rekur pilsfaldakapítalisma, þar sem ríkidæmi næst undir pilsfaldi ríkisins. Með forréttindum að aflakvóta, að einkavinavæðingu, að leyndum upplýsingum. Fólk getur verið borgaralegt og lagt áherzlu á frelsi til viðbótar jöfnuði og bræðralagi. En samt verið byltingarsinnað. Franska byltingin frá 1789 er ekki enn komin til Íslands og er ekki endilega vinstra fyrirbæri.