Gegnsæi sýnir glæpina

Punktar

Algert gegnsæi er öflugasta vopnið til að ná fram lýðræði. Gegnsæi hins opinbera, banka, fyrirtækja, einstaklinga. Leyndarhyggja er enn alls ráðandi. Fólk fær að vita það, sem það er talið þurfa að vita, og ekkert umfram það. Hinn dæmigerði andstæðingur lýðræðis er forsætisráðherra okkar, sem lá á tveimur mikilvægum skýrslum um siðblindu sína fram yfir kosningar og stjórnarmyndun. Þannig falsaði hann þá mynd, sem kjósendur sáu. Allir fundir ríkisstjórnar, embætta, fyrirtækja eiga að vera opnir og sömuleiðis plögg, sem skoðuð eru á þessum fundum. Það er ekki að ástæðulausu, sem valdafólk forðast þetta: Gegnsæið kemur upp um glæpina.