Sérhóparnir á fésbókinni eru þægilegir og koma mér að góðu gagni. Skemmtilegast finnst mér að skoða „Gamlar ljósmyndir“. Þær sýna mér, hvað betur hefði farið í skipulagi Reykjavíkur, ef borgarstjórn hefði ekki legið marflöt undir verktökum. Pólitískt er mest vit í „Pírataspjallinu“. Þar er bezt framtíðarsýnin og öflugur stuðningur við þá, sem minnst mega sín. Eigandi „Sósíalistaflokksins“ bað mig ekki trufla nýja flokkinn með nærveru minni. Þótt ég hafi þannig ljúflega verið rekinn úr flokknum, kíki ég stundum þangað. Skrítið er, að eigandi flokks skuli samtímis segja 300.000 kr. vera há laun blaðamanna og vill samt ekki borga þau.