Gagnrýni er ekki hatur

Punktar

Nú til dags er farið að skilgreina gagnrýni kruss og þvers sem hatursorðræðu. Til dæmis er gagnrýni á trúarbrögð, á þjóðskipulag, stöðu stjórnmála, á lélegt eða rangt mataræði, gagnrýni á klæðaburð. Ég er sagður múslimafóbi fyrir rökstudda gagnrýni á bókstafstrúnað sumra múslimaklerka. Álitsgjafar eru oft sagðir stunda hatursorðræðu fyrir að gagnrýna jafnlaunavottun, gagnrýna ofát og offitu og svo framvegis. Samfélagið verður að þola vel rökstudda gagnrýni. Fólk þarf að þola umræðu, sem er þeim ekki að skapi. Stundum eru rétttrúuð að reyna að stöðva umræðu, sannfærð um ágæti eigin skoðana. Þau eiga eftir að þurfa að þola mikið.