Nýir flokkar bætast sífellt við, einkum á jaðri stjórnmálanna. Sérkennilegt, því skoðanir flestra eru svipaðar. Vilja, að ríkið ábyrgist velferð öryrkja, aldraðra og sjúklinga og sjái ókeypis um meðferð þeirra. Vilja, að ungt fólk fái þak yfir höfuð sér. Þessi almenna skoðun heitir sósíaldemókratar. Merkilegt, að enginn flokkur skuli heita það. Hægri flokkar eru svo einkum þeir sem þykjast vera sósíaldemókratar í kosningum, en eru það ekki milli kosninga. Þeir eru gerðir út og kostaðir af þeim allra ríkustu, sem árlega stela tugum milljarða af þjóðinni. Alls er helmingur flokka landsins sósíaldemókratar og hinir þykjast vera það.