Fimm ára áætlun bófaflokkanna snýst um að halda útgjöldum niðri til að eiga fyrir skattalækkunum þeirra auðugustu. Byrjar með því að lækka eða afnema auðlindrentu, auðlegðarskatt, tryggingagjald og sitthvað fleira, sem ríkir borga. Öll lækkun skatta er miðuð við þá tekjuhæstu. Síðan er rýrnun ríkistekna notuð til að segja, að ótímabært sé að efla heilsuþjónustu, tekjur öryrkja, aldraðra og sjúklinga, svo og lausnir húsnæðisvanda unga fólksins. Peningarnir séu ekki til. Og þeir eru ekki til, af því að bófaflokkarnir hafa lækkað skatta auðgreifa. Þetta dæmi er alltaf eins og leiðir ævinlega til breiðara bils milli auðgreifa og annars fólks.