Margar tegundir umferðar

Punktar

Götur í Reykjavík vestan Snorrabrautar eru lagðar fyrir einfalda umferð. Verið er að breyta þeim í þrefalda umferð fyrir gangandi, hjól og bíla. Þá þarf að velja aðra staði fyrir höfuðæðar hverrar tegundar. Hverfisgatan hentar til dæmis ekki fyrir þrefalda umferð. Það sjá allir, sem þar fara. Færa þarf hjól yfir á aðrar og breiðari götur. Senn fer að magnast rafknúin umferð bíla, hjóla, stóla og eins manns bíla. Borgin vill líka umferð raf-strætóa. Hugsa þarf umferðardæmið upp á nýtt. Erlendis er þetta víða stórvandi. Væri ekki tilvalið ákveða hæga, frjálsa kaos, 15 km hámarkshraða í gamla bænum og afnema skiptingu akreina milli 4-8 tegunda umferðar.