Raska aldagamalli sátt

Punktar

Hornsteinn í lögum landsins frá stofnun alþingis á þjóðveldisöld til þessa dags snýst um árekstra milli landeiganda og ferðamanns. Frá upphafi þurfti að gæta hagsmuna beggja hagsmunaaðila og setja mörk við framgöngu þeirra. Þessar reglur voru fljótt svo nákvæmar og vandaðar, að þær eru óbreyttar frá því í Járnsíðu. Almannaréttur er viðurkenndur, fólk getur farið um landið utan vega, en þarf að gæta að hag eigandans. Ekki tína ber í fötu eða leyfa hesti sínum að éta heysátu. Ferðafólk má hins vegar tína ber upp í sig og leyfa hesti að kippa tuggu úr sátu. Nú vilja samtök landeigenda herða takmörk ferðafólks og raska aldagamalli sátt.