Samþjöppun auðs leiðir að samþjöppun valds. Í Bandaríkjunum kosta risafyrirtæki ofsadýran prófkjörsslag frambjóðenda og hafa nánast alla þingmenn í vasanum. Öll lög eru kembd til að breyta orðalagi í þágu risafyrirtækjanna. Þetta er orðinn vítahringur, lagasetning eykur auð og auðurinn semur lögin. „Allt fyrir okkur og ekkert fyrir alla aðra.“ Á tungumáli Hannesar Hólmsteins heitir þetta: „Græðgi er góð“. Leiðin liggur burt frá kjörorði frönsku byltingarinnar: „Frelsi, jöfnuður, bræðralag,“ sem felur í sér þrjár undirstöður lýðræðis. Þessi nýfrjálshyggja Bandaríkjanna hefur í aldarþriðjung einnig sett klærnar í önnur vesturlönd.