Nýfrjálshyggja deyr

Punktar

Fátækt er um 5% á Íslandi samkvæmt tölum Efnahagsþróunarstofnunar Evrópu, OECD. Ekki há tala í evrópskum samanburði, en samt of há. Ráðstöfunartekjur minnkuðu mikið í hruninu 2008 og hafa ekki náð sér síðan. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukizt í öllum ríkjum OECD. Ekki bara síðasta áratug, heldur í þrjá áratugi nýfrjálshyggjunnar. Hún hefur verið við völd í helztu hagfræðistofnunum og háskólum í þrjátíu ár. Nú er því ömurlega tímabili að ljúka. Hagfræðingar við stofnanir og háskóla eru að átta sig á, að aukið bil eyðir líminu í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan felur ekki í sér neina bremsu á græðgi og leiðir á endanum til byltingar.