Einkavæðing er óvinsæl hér á landi. Allur þorri spurðra í könnunum er andvígur einkavæðingu í heilsuþjónustu, skólum og vegum. Sjálfstæðisflokkurinn og viðhengi hans lofuðu hvorki né hótuðu einkavæðingu í kosningaloforðum sínum og stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Einkavæðing er samt helzta hjartans mál þessara bófaflokka. Vegna óvinsældanna einkavæða þeir í laumi. Nýjasta dæmið er Fjölbrautaskólinn í Ármúla. Verið er að sameina hann Tækniskólanum, sem varð til, þegar Iðnskólinn var einkavæddur. Þar á undan var ákveðið að einkavæða fleiri skurðaðgerðir með því að taka fé af Landspítalanum og færa það Klínikinni í Ármúla. Allt í laumi.