Umræðan um pólitík er tiltölulega fátækleg á fésbókinni. Þekktir bloggarar vísa þar í bloggtexta sinn. Í Pírataspjallinu eru fjölbreytt viðhorf, enda eru aðilar þess helmingi fleiri en flokksmenn. Annars staðar eru yfirleitt lokaðar blöðrur, þar sem ein skoðun ræður. Vinsælar fésbókarsíður af því tagi eru Málfrelsið og Stjórnmálaspjallið, báðar andvígar hingaðkomu múslima. Einnig Sósíalistaflokkur Íslands og Frjálshyggjufélagið, sem fjalla um það, sem kemur fram í heitinu. Séu fleiri síður vinsælar, þætti mér gott að frétta af því. Að öðru leyti eru flestir enn í bloggi. Nafnlausir „virkir í athugasemdum“ fjölmiðlanna eru annar kapítuli.