Hatrið á smælingjum

Punktar

Við búum við velmegun vegna fullrar atvinnu við ferðamannaþjónustu. Margir hafa þar að vísu lág laun, en oft eru það viðbótarlaun í fjölskyldum. En botninn í samfélaginu hefur verið skilinn eftir. Öryrkjar, sjúklingar, aldraðir, ungt fólk í húsnæðisleit og einstæðar mæður. Það er ofsótt af stjórnvöldum. Auglýst góðvild á einum stað er tekin til baka á næsta stað. Engu fjármagni er bætt við. Það er eins og þessi ríkisstjórn og sú næsta á undan hati þá, sem minnst mega sín. Ekki bætir úr skák, að ríkisendurskoðandi laug svindli á fátæka. Síðan þjófkenndi Vigdís Hauksdóttir þá hatrammlega. Allt það reyndist vera skaðleg haugalygi.