Sjálfkeyrðir einkastólar

Punktar

Skil ekki margumrædda borgarlínu. Að hvaða leyti verður hún öðruvísi en strætó? Ekki verða þeir keyrðir áfram um kapla í loftinu. Verða þetta tíðari vagnar? Á að kosta tugmilljarða. Er ekki of mikið í lagt? Og svo á þessi della að fara út um allar trissur. Veit ekki borgarstjórn, að tímamót eru framundan í samgöngum? Þar sem enginn veit núna, hvað verður ofan á. Eins manns og tveggja manna rafbílar. Alls konar millistig milli hjóla, stóla og bíla. Íslendingar eru fyrir löngu búnir að velja sér einkabílinn sem sitt guðshús. Í sjálfkeyrðum farartækjum næstu framtíðar geta ungir og gamlir og aðrir prófleysingjar farið allra sinna ferða.