Ljótur græðgisleikur

Punktar

Fráleitt er, að Steingrímur Ari Arason nýfrjálshyggjugaur geti notað opinbert fé Sjúkratrygginga Íslands til upphlaups í einkavinavæðingu. Hann borgar Klínikinni tugi milljóna til að senda fólk í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar, meðan hann og hans menn skera niður liðskiptaaðgerðir á Landspítalanum. Ódýrast fyrir ríkið er að borga meira inn í Landspítalann. Þannig fer einkavinavæðingin fram, sjúkrahús allra landsmanna er fjársvelt til að Engeyingar geti grætt á kostnað ríkisins. Fráleitt er að fara svona með peninga skattborgaranna til að slá keilur í stríði nýfrjálshyggju við helzta sjúkrahús landsins. Það er ljótur leikur öfgamanna.