Gerbreyttur heimur

Punktar

Tæknivæðing og sjálfvirkni eru að byrja að gerbreyta heiminum. Til að bregðast við því, nýtist okkur hvorki sósíalismi né nýfrjálshyggja. Við blasir, að vélar munu taka við hlutverki fólks á fjölmennum vinnustöðum. Draumurinn verður þá ekki full atvinna, heldur fullt frelsi. Fólk ræður, hvort það vinnur og hversu mikið. Fólk fær borgaralaun, hvort sem það vinnur mikið, lítið eða ekki. Jafnframt felst velferð í, að heilsa og skóli verða ókeypis fyrir alla. Velferð og borgaralaun tryggja öllum mannsæmandi líf, en örorkubætur, sjúkrabætur og ellibætur falla niður. Þessi framtíð liggur í augum uppi, en samt tala bara Píratar um hana.