Fjármálakerfi Íslands er nýfrjálshyggja eins og það var fyrir og í hruninu 2008. Eftirlit með bönkum og peningastraumum var eins og Davíð hannaði það. Lagði niður Þjóðhagsstofnun og stofnaði Fjármálaeftirlitið upp á þau býti, að það framkvæmdi ekkert eftirlit. Einkabankar töldu sig hafa ríkisábyrgð fyrir áhættufíkn sinni og reyndust hafa hana að nokkru leyti. Ríkið tók á sig bankana og endurreisti þá í sömu mynd. Sams konar banksterar tóku við af þeim, sem reknir voru. Við þurfum að koma því á hreint, að einn banki sé íbúðasparisjóður og hagi sér samkvæmt því. Einkabankar í áhætturekstri njóti hins vegar alls engrar ábyrgðar úr ríkissjóði.