Skulda- og vaxtagildran

Punktar

Nýfrjálshyggjan leggur almenning í margs konar hlekki. Fyrst missa fótanna þeir, sem þurfa að borga meiri heilsuþjónustu. Síðan koma þeir, sem keypt hafa húsnæði út á gylliboð bankanna. Þeir lenda í skulda- og vaxtagildru og drukkna þar. Sama er að segja um þá, sem sækja í langskólanám. Drukkna í skulda- og vaxtagildru. Fólkið í sjávarplássunum lendir í gildru kvótagreifa, sem færa rekstur sinn út og suður. Ísland í klóm nýfrjálshyggju verður þrælaríki undir stjórn hundrað greifa, sem búa til hverja gildruna á fætur annarri. Þrælarnir eru svo sáttir, að 60.000 manns kjósa  áratugum saman bófaflokk kvótagreifa og annarra pilsfaldagreifa.