Villutrú og rétt trú

Punktar

Þegar þrengist að nýfrjálshyggju, er Bandaríkjunum fórnað. Bandaríkin séu ekki land nýfrjálshyggju, ríkisrekstur sé mikill. Þótt ríkið borgi sumt af brúsanum eru læknisverkin stunduð á einkastofum og einkaspítölum. Því kostar heilsan 14% af landsframleiðslu þar, en ekki nema 9% hér. Við erum beðin um að bera heldur saman við Singapúr sem nýfrjálshyggju og Venezúela sem sósíalisma. Ég held þó að ríkið eigi stóran hluta atvinnulífs og húsnæðis í Singapúr og herforingjastjórn sé í Venezúela. Afneitun nýfrjálshyggju á villutrú Bandaríkjanna minnir á, að sósíalistar afneituðu Sovétinu og sögðu það ekki vera rétttrúaðan sósíalisma.