Hafa má það til marks um bága stöðu fjölmiðla að gera sér meiri mat úr bölvi Jóns Þórs Ólafssonar þingpírata en umræðuefninu. Setja það í fyrirsagnir netfrétta sinna. Niðurstaða þeirra er, að Jón sé dóni, en ekki, að Sigríður Andersen sé gegnrotin af spillingu. Daginn áður var það fyrirsagnaefni netmiðla fjölmiðlanna, að lekinn um spillinguna sé mikill vandi sem skerði virðingu alþingis. Niðurstaða þeirra er, að leki sé vondur, en spilling Sigríðar eðlileg. Er raunar fokkings hræsni fjölmiðlanna. Lekinn sýnir, að gerspillt Sigríður handvaldi getulaus kvígildi bófaflokksins fram yfir hæft fólk. Hún skerti virðingu alþingis.