Landið liggur óbreytt

Punktar

Skoðanakannanir í maí sýna engan stuðning við flokkinn, sem stofnaður var með látum 1. maí. Sósíalistar eru hvergi nefndir. Nánast allt vinstra fólk fylgir Vinstri grænum með 25% atkvæða. Og Bófaflokkurinn er kominn niður á sinn botn í rúmlega 25%. Kannanir hafa verið fremur stöðugar í vetur, íhaldssama hægrið með 25% og íhaldssama vinstrið með 25%. Inn á milli er svo fjölbreytt miðja, þar sem píratar eru fremstir með 15%. Flokkarnir, sem gera bófaflokknum kleift að halda völdum, eru hvor um sig með 5% eða minna. Munu berjast við að sleppa frá útfalli í næstu kosningum. Fróðlegt verður að sjá, hvernig miðjan raðast þá upp.