Ætla í Costco, þegar biðraðir hverfa. Samkvæmt fréttum er þessi verzlun bylting í verzlunarháttum. Hingað til hefur verið einokun, þar sem yfirmenn Krónunnar ráða verði með pílukasti í kaffitímanum. Klukkutíma síðar er Bónus kominn með verð, sem er einni krónu lægra á pakkningu. Tveimur tímum síðar eru sólarhringsbúðirnar komnar með verð, sem er tilteknum prósentum hærra en Bónus, minnst 100% hærra. Þessi hringferð einokunar er séríslenzkt fyrirbæri, sem heitir frjáls verzlun. Nú eru gamlir kaupfélagsmenn frá Bandaríkjunum komnir með búð á verði, sem minnir á erlent búðaverð. Meira afrek en samanlögð allra ráðherra frá stofnun fullveldis.