Skertur hlutur óheppinna

Punktar

Ekki er aðeins, að efsta 1% samfélagsins raki saman fé á kostnað 10% botnsins, heldur nýta efstu 20% samfélagsins sér það líka. Vaxandi tekju- og eignabil er milli þeirra og 20% samfélagsins, sem næst eru botninum. Í Bandaríkjunum er ris upp samfélagsstigann orðið næstum ókleift. Yfirstéttin og efsti hluti miðstéttar gína yfir nærri öllum valda- og tekjupóstum samfélagsins. Í Íslandi er það ekki eins magnað. Hér hefur almennt launafólk náð auknum kaupmætti í kjölfar hækkunar á verðgildi krónunnar vegna túristasprengjunnar. Aðeins hin 10% óvinnufæru á botninum, gamlingjar, öryrkjar og sjúklingar, svo og húsnæðislausir, sitja eftir með skertan hlut.