Almenningur segir þá vera alla eins. Flokkarnir séu allir sama tóbakið og einnig pólitíkusarnir. Grundvallarmisskilningur, flokkarnir eru gerólíkir. Valdið hefur í hundrað ár verið í höndum stóra bófaflokksins. Vinstri græn eru gerólík, að vísu íhald, en miklu hlynntari almenningi en auðgreifum. Á milli eru flokkar tækifæranna, sem eru til hægri í hægri stjórn og til vinstri í vinstri stjórn. Þarna eru Framsókn opin í báða enda, Samfylking Blairista og Bezti flokkur bjána, sem haga öll seglum eftir vindi. Píratar eru byltingarsinnaður miðjuflokkur, sem meinar það, sem hann segir. Ætti að vera óþarft að segja þér, hver þjóni fólkinu.