Hlýðir yfirvaldinu

Punktar

Guðni Th Jóhannesson forseti sendir kjósendum sínum skilaboð um, að hann ráði engu í stjórnkerfinu. Geri bara það, sem honum er sagt. Svarar þannig gremju sumra yfir því, að forseti vinni ekki „samkvæmt stjórnarskrá“. Í henni segir, að forseti ráði hinu og þessu, sem hann, samkvæmt hefð, ræður ekki. Er raðnauðgari barna fær forgang með uppreist æru, fer almenningur að ókyrrast. Guðni svarar og segir: „Enda er ég ábyrgðarlaus á stjórn­ar­at­höfn­um sam­kvæmt stjórn­ar­skrá.“ Þrálát er sú óskhyggja sumra kjósenda, að forseti sé öryggisventill kerfisins. Svo hefur ekki verið, nema í tíð Ólafs Ragnars, sem víkkaði fáránlega lélega stjórnarskrá.