Svo mikið útskrifast af lögmönnum Flokksins, að til vandræða horfir. Að vísu fást embætti á vegum ríkisins, en engan veginn næg. Á lögfræðistofum hrannast upp nýir flokksmenn. Ríkisstjórnin hleypur undir bagga með því að ráða til sérstakra verka á vegum ríkisins. Hinar og þessar geymslur fyrir kvígildi flokksins fá árlega verkefni upp á yfir hundrað milljónir króna. Jafnframt greiða geymslurnar mikið fé til flokksins í þakklætisskyni. Ríkisendurskoðun hefur fundið lyktina: „Gerir athugasemd við, að ráðuneytið hafi ekki staðið betur að samningsgerðinni og hagað þessum kaupum á sérfræðiþjónustu í samræmi við leiðbeiningar sínar.“