Enn bætist hryllingur við þrengingu byggðar í Reykjavík. Reisa á stúdentagarða í hinum alræmda legó-glerstíl á vel sýnilegu horni neðan við Gamla-Garð. Sams konar arkitektúr og skipulagður hefur við vesturhluta Lækjargötu. Milli Skólabrúar og Vonarstrætis og milli Hafnarstrætis og Geirsgötu. Byggingasvæðin eru öll á flottum stöðum og munu gerbreyta svip miðborgarinnar, eins og skrímslið við Mýrargötu, sem þegar hefur verið reist. Ekkert þessara húsa tekur mið af eldri húsum svæðisins. Virka eins og skítur úr rassi lóðarbraskara. Um langt árabil hefur Borgarskipulagið verið hóra gróðafíkinna verktaka og arkitekta þeirra.