Einhliða fréttir

Punktar

Var að lesa Vísi. Þrjár fréttir vöktu athygli. Fjölluðu um stór ágreiningsefni. Í öllum tilvikum var talað við eina hlið deiluefnis. Betra væri, hefði vefmiðillinn spurt um hin ýmsu ágreiningsefni. Bent á tilvist fleiri skoðana. Í einni frétt emjar Rannveig Rist yfir milljarðatapi Straumsvíkur. Ekki er sagt, að skýringin sé hækkun í hafi, tilbúnar skuldir og vaxtagreiðslur til erlendra fyrirtækja í samsteypunni. Í annarri frétt segir Finnur Árnason Bónus vera ódýrara en Costco. Ekki eru nefnd ýmis dæmi þess, að svo er ekki. Í þriðju frétt Vísis grætur ferðaþjónustan yfir sköttum og skyldum. Ferðamenn hætti því að koma. Engin dæmi eru rakin. Þannig verð ég smám saman ónæmur fyrir metnaðarlausum fjölmiðlum.