Undanfarin ár hefur kaldur blettur í hafi og lofti suðsuðvestan Íslands vakið athygli. Hefur valdið grimmara veðri hér en ætti að vera við eðlilegar aðstæður. Áhyggjur hafa komið fram um, að Golfstraumurinn tapi krafti og að hér verði kaldara næstu árin. Norskir veðurfræðingar spá, að vandinn verði kominn þangað eftir áratug. Íslenzkir veðurfræðingar hafa skoðað þessar aðstæður og vilja fylgjast betur með framvindunni. Ekki bara kuldinn er vandi, heldur lágt saltmagn líka. Við getum reiknað með tilfærslum á fiskstofnum og auknum ofsa í veðurfari. Það getur skaðað dýrmæta atvinnuvegi. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi.