Thomas Piketty er málið

Punktar

Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty fer fyrir hópi hagfræðinga, sem hefur nýtt sér nýjar og  gamlar hagtölur og nýtt innihald hagtalna til að mæla gegn nýfrjálshyggju og boða andlát hennar. Sterkasta sönnunin er vaxandi munur tekna og eigna auðgreifa og fátæklinga. Nýfrjálshyggjan steypir mannkyninu í byltingu, ef kjósendur átta sig ekki í tæka tíð. Piketty hefur rökstutt borgaralaun allra, almenna velferð auðlegðarskatt á hina moldríku og auðlindarentu á auðlindir þjóða. Ísland ætti til dæmis að leigja út auðlindir sjávar og lands á frjálsum markaði. Nota féð til að efla velferð og heilsu fólks og koma upp borgaralaunum. Hér væri hann Pírati.