Hef áhyggjur af, að Bjarni Ben hætti að lita hárið og tók upp hárlagningu Gunnars Braga Sveinssonar fyrrum ráðherra. Er orðinn steingrár á fax. Ýmsir hafa kvartað yfir þessu og bent á, að steingrátt hár fari ekki við ryðlit vetrarföt. Krónan lækkaði um stundarsakir, en komst til meðvitundar og fór aftur að hækka. Svona stílbylting hefur örugglega áhrif. Bjarni hefur hingað til verið teflon-húðaður eins og Katrín Jakobsdóttir og haft tilsvarandi kjörþokka. Þar sem við höfum ekki fleira kjörþokkafólk, er úr vöndu að ráða. Hvað gerist, ef oddakona andstöðunnar tæki upp á að verða steingrá? Verðum við þá ekki að leita dauðaleit að kjörþokka?