Siðblinda í tómri sál

Punktar

Flestir hafa eins konar sál, þar sem safnast upp skilningur mismunar á réttu og röngu. Börn læra af foreldrum og ættingjum, skólum og skólafélögum, og umhverfinu öllu, hvernig gott fólk hagar sér. Hjá sumum er sálin að miklu eða öllu leyti tóm. Þeir eru sagðir siðvilltir eða siðblindir. Þeir láta sig náungann engu skipta, finna ekki til með honum og koma honum ekki til hjálpar. Erfitt er að sjá gegnum siðblinda, því þeir leika hlutverk, sem hentar hverju sinni. Oftast leikur lygin þó svo lausum hala, að fórnardýrin átta sig. Siðblindingjar eru fjölmennir meðal pólitíkusa og viðskiptagreifa. Til dæmis í Sjálfstæðisflokki og bönkum.